Við notum smákökur til að veita góða þjónustu.Með því að nota þessa síðu þú þarf að samþykkja að þær verða niðurhlaðnar á þína tölvu. Þú getur alltaf breytt þínar vafrastillingar.Einnig, með því að nota þess síðu þarf þú að samþykkja persónuverndarlög.

Sendiherra

Gerard Pokruszyński

Gerard Pokruszyński

Sérstakur sendiherra og fulltrúi Lýðveldisins Póllands á Lýðveldinu Íslandi

Gerard Pokruszyński hefur starfað hjá Utanríkisráðuneyti Lýðveldisins Póllands frá því árið 1991. 

Áður var hann staðsettur í Mílanó (1993-1999), Málmey (2004-2007) og Catania (2007-2009) sem starfandi aðalræðismaður Lýðveldisins Póllands. Hann starfaði einnig sem ráðgjafi í Fastanefnd Lýðveldisins Póllands við Efnahags- og Framfarastofnunina í París (2001-2002) ásamt því að starfa sem ráðunautur pólitískra málefna Sendiráðs Lýðveldis Póllands í Kænugarði.

Hann starfaði sem forstöðumaður skrifstofu ráðherra í Utanríkisráðuneytinu (2015-2017), forstöðumaður Austurlandsdeildar (2017). Áður var hann forstöðumaður kynningadeildar (1999-2000) og forstöðumaður utanríkisdeildar í Forsætisráðuneytinu árið 2000.

Hann útskrifaðist frá Félagsfræðideild Háskólans í Varsjá og tók framhaldsnám í Evrópufræðisetri háskólans og utanríkisþjónustunám í Háskólanum í Flórens. Hann er með doktorsgráðu í varnarmála - og hertækni frá Þjóðvarnarháskólanum í Varsjá.

Gerard Pokruszyński hefur verið embættismaður Lýðveldisins Póllands frá því árið 2000. Hann er giftur og talar ensku, ítölsku, sænsku og rússnesku.

{"register":{"columns":[]}}