Við notum smákökur til að veita góða þjónustu.Með því að nota þessa síðu þú þarf að samþykkja að þær verða niðurhlaðnar á þína tölvu. Þú getur alltaf breytt þínar vafrastillingar.Einnig, með því að nota þess síðu þarf þú að samþykkja persónuverndarlög.
Back

230. ára afmæli samþykknar Stjórnarskrá 3. Maí

05.05.2021

Pólverjar fagna á þessu ári 230 ára afmæli fyrstu stjórnarskrár sinnar er samþykkt var hinn 3. maí 1791. Þriðja maí stjórnarskráin var fyrsta skriflega stjórnarskrá í Evrópu en önnur á heimsvísu á eftir stjórnarskrá Bandaríkjanna. Í henni voru innleiddar umbætur sem höfðu það að markmiði að hagræða stjórnkerfinu og gera Pólsk-litháíska samveldið (Tvíþjóðaveldið) að sterkara og nútímalegra ríki. Meginregla hennar var að tryggja fullveldi þjóðarinnar, borgaraleg réttindi, svo sem öryggi ríkisborgara og eignarréttinn, sem og aukin pólitísk réttindi borgarastéttarinnar.

maj2

Þess ber að geta að umbætur þessar voru innleiddar alfarið með friðsamlegum hætti vegna málamiðlunar milli konungs og aðalsmanna. Var það ekki sjálfsagt mál á dögum frönsku byltingarinnar. Það þýðir þó ekki að ferlið sem lauk með samþykkt maí stjórnarskrárinnar hafi verið auðvelt. Sejm, eða þjóðþing Tvíþjóðaveldisins, skipað aðalsmönnum hafði unnið að því að koma á umbótum í ríkinu í fjögur ár. Andstæðingar stjórnarskrárinnar óttuðust að tapa fyrri réttindum og fríðindum því lýðveldiskerfið sem Tvíþjóðaveldið byggðist á veitti aðalsmönnum ekki einungis rétt til að kjósa fulltrúa sína á þingið, sem fóru með löggjafarvald lýðveldisins, og héraðsþing, en einnig rétt til að kjósa konung.  Hin nýja stjórnarskrá styrkti miðstjórnarvaldið með því að fella úr gildi frjálsar kosningar og stofna ættgengt konungsveldi en því var ætlað að tryggja meiri stöðugleika í ríkinu.  

Umbótasinnar höfðu einnig að meginmarkmiði að verja fullveldi pólska ríkisins þar sem sjálfstæði Póllands var ógnað af heimsvaldastefnu nágrannastórveldanna – Prússlands og Austurríkis en sérstaklega Rússlands sem skömmu síðar hóf vopnaárás gegn Póllandi til að fella úr gildi 3. maí stjórnarskrána. Hernaðaríhlutun af hálfu Rússlands og síðan niðurbæling  rússneska og prússneska hersins á uppreisn undir forrystu Tadeusz Kościuszko, hetju pólsku og bandarísku þjóðanna, leiddu endanlega til þess að árið 1985 varð Pólland afmáð af kortum Evrópuríkja. Þá hófst hinn erfiði kafli í okkar sögu – hin aldalanga sjálfstæðisbarátta.

Með því að verja fullveldi ríkisins voru Pólverjar að vernda frelsi borgara sinna. Í Tvíþjóðaveldinu var hefð fyrir frelsisbaráttu, sem var einstakt í Evrópu, auk þess sem stjórnkerfið tryggði borgurum pólitísk og borgaraleg réttindi ásamt trúfrelsi. Var það að sjálfsögðu ekki lýðræðislegt stjórnkerfi að öllu leyti í nútíma skilningi þar sem það veitti t.a.m. bændum og konum engin borgaraleg réttindi. En samt sem áður var Tvíþjóðaveldið einstakt í samanburði við þáverandi einræðisríki Evrópu sérstaklega vegna þess að aðalsmannastéttin var stór hluti samfélagsins.

Þegar við höldum upp á afmæli 3. maí stjórnarskrárinnar hér á Íslandi er mjög áberandi að það er svo margt sem pólska og íslenska þjóðin eiga sameiginlegt. Fyrir Ísland sem land með eitt elsta þing heims, líkt og fyrir Póland, er fullveldi nátengt þingræði og frelsisbaráttu en það að tapa fullveldi og vera undir erlendum yfirráðum er hins vegar nátengt einræðisstjórn og frelsisskerðingu. Því er þjóðhátíðardagur Pólverja hinn 3. maí ekki einungis athöfn til minningar um okkar fyrstu stjórnarskrá heldur til þess að heiðra okkar æðri gildi: fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar, frelsi ríkisborgara hennar, þ.m.t. trúfrelsi, réttinn til þjóðernisvitundar og rétt til að leggja rækt við eigin tungumál og menningu.

{"register":{"columns":[]}}