Við notum smákökur til að veita góða þjónustu.Með því að nota þessa síðu þú þarf að samþykkja að þær verða niðurhlaðnar á þína tölvu. Þú getur alltaf breytt þínar vafrastillingar.Einnig, með því að nota þess síðu þarf þú að samþykkja persónuverndarlög.
Back

Bréf Forseta Póllands til Forseta Íslands

29.04.2020

Forseti Póllands Andrzej Duda skrifaði bréf til Forseta Íslands Guðna Th. Jóhannessonar og aðra leiðtoga evrópuríkja.

HyperFocal: 0

 

Virðulegi Herra Forseti,

 

útbreiðslan heimsfaraldursins COVID-19 neyddi ríkisstjórnir okkar til að taka skjótar og afgerandi ákvarðanir með það að markmiði að fækka sýkingum eins mikið og mögulegt var og bjarga sem flestum borgurum. Stöðnun hagkerfanna hefur staðið yfir í mörgum löndum í næstum tvo mánuði og hefur valdið gríðarlegum fjárhagsáföllum, sem í bili er erfitt að meta. Ég efast hins vegar ekki um að þessar ákvarðanir voru réttmætar, þó erfiðar, vegna þess að forgangsmál ráðamanna er að vernda líf og öryggi borgara, þó að þurfi sætta sig við neikvæð áhrif á hagvöxt þeirra og að þurfa að vinna úr þeim í framtíðinni.

Í þessu samhengi held ég, að tími sé kominn til að hugsa um hvernig heimurinn og alþjóðleg samvinna munu líta út eftir að hafa sigrað Kórónaveiru-faraldurinn.

Núverandi staða, sem er mjög óvenjuleg, hefur eflaust sýnt að einungis landfræðileg fjarlægð, auður og styrkur herafla eru ekki leiðirnar til að veita borgurum okkar og löndum skilvirka vernd ef um alheimskreppu er að ræða.  Það kom í ljós að náin tengsl milli einstakra hagkerfa, sem fyrir ekki svo löngu virtist vera mikill kostur, hefur nú að hluta orðið til byrði. Við finnum einnig fyrir skorti af árangursríkum alþjóðlegum verkfærum sem við getum notað við stjórnun á hættutímum.

Kreppan sem nú stendur yfir hefur hins vegar sýnt að við sýndum mikla samstöðu og unnum vel saman eftir að við komumst yfir fyrsta áfallið þegar heimsfaraldurinn braust út. Samvinna okkar skilaði mjög skilvirkum úrræðum: björgun á fleiri mannslífum, þökk sé gefnum lækningatækjum eða þegar aukaleg læknisaðstoð bauðst.

Ég tel þetta vera góðan upphafspunkt til umhugsunar um stefnu valinna alþjóðastjórnmála. Mig langar í þessu samhengi að ræða um fimm lykilatriði, þar sem þurfti leiðrétta fyrstu tvö þeirra en halda við næstu þrjú:  

Í fyrsta lagi ætti að leitast við að vinna saman að því að auka skilvirkni heilbrigðiskerfa einstakra þjóða, og þróa svo árangursríkt fyrirkomulag um aðstoð milli ríkja.

Í þessu samhengi er vert að skoða tvö frumkvæði: 1) að búa til evrópskt öryggiskerfi vegna læknisfræðimála  - þ.m.t. að samræma framleiðslu og dreifingu björgunarbúnaðar og heilsuverndarráðstafana, og 2) framkvæmd sameiginlegra vísindarannsókna á sviði líftækni og nútímameðferða sem eru sérstaklega mikilvæg til að bjarga lífum og heilsu borgara. Þetta ætti að hafa í för með sér gagnsæja ábyrgðaskiptingu á milli landa. Þetta er einnig öllu mikilvægara þar sem faraldsfræðingar eru nú þegar að vara við svipaðar aðstæður sem geti komið fyrir í framtíðinni.

Í öðru lagi, efnahagslegar björgunaraðgerðir ríkisstjórna okkar ættu að tryggja á árangursríkan hátt mikinn hagvöxt og sjálfbæra þróun ríkja í víðara samhengi. Ég tala hér um hina réttláta og skilvirka dreifingu fjármuna meðal þeirra sem eru í neyð. Um þessar mundir væri nauðsynlegt að færa fram nýja hvata til að örva framleiðslu í Evrópu sem myndi meðal annars stytta aðfangakeðjur. Viðeigandi aðgerðir væru að beina fjármunum bandalagsins eða að mynda sérstaka viðbótarfjárfestingartæki sem myndu sameina þróun og samheldni. Við erum Evrópa og þurfum aftur að verða að frábæru og nýstárlegu iðnaðarsvæði sem mætir kröfum nútímans. Í því felst úthugsuð merking efnahagslegrar huglægni okkar.

Í þriðja lagi ætti þessar miklu raunir ekki trufla árvekni okkar varðandi forgangsmál okkar. Til dæmis, það er nauðsynlegt að framfylgja alþjóðalögum enn frekar og nota þau sem tæki til að byggja upp öruggan og friðsælan heim frjálsra þjóða án áhrifasviða. Við verðum líka að huga betur að mannúðarlögum. Undanfarin ár höfum við lagt okkur fram í Póllandi varðandi það þegar við héldum umboði okkar í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.

Í fjórða lagi, ættum við að halda áfram að efla varnarmál. Við höfum ekki efni á því, sérstaklega við núverandi aðstæður,  að vera skammsýn og innleiða hættulegan „sparnað“ á sviði varnarmálastefnu. Því miður eru gamlar ógnir eins og hryðjuverk eða freistingar um heimsveldi enn við lýði.

Í fimmta lagi ættum við að halda áfram starfsemi við umhverfisvernd. Á sama tíma ættum við að finna í sameiningu leið til að samræma kröfurnar um loftslagsstefnu og við félagsmálastefnu í ljósi væntanlegrar alþjóðlegrar efnahagskreppu.

Í dag verðum við sérstaklega forðast aðstæður þar sem hægt væri að nota loftslagsverndarráðstafanir til að öðlast efnahagslegan ávinning eða valda samfélagslegri spennu.

Ég myndi óska þess að árið 2020 myndi skrifast í sögunni, ekki aðeins sem ár heimsfaraldsins COVID-19, heldur einnig sem vendipunktur nýrrar alþjóðlegrar stefnu. Pólland mun því leita að samstarfsaðilum til að hrinda í framkvæmd þessum atriðum. Við lifum á tímum sem krefjast djarfra ákvarðana og árangursríkra aðgerða.

Þar er ekki hægt að ná þessum markmiðum án dyggrar samvinnu okkar landa, án þess að vera opin og varpa ljósi á gildin sem sameina okkur. Svörin við áhyggjur í samfélögum okkar er unnt að finna í stefnu sem útskúfar engan eða sendir ekki neikvæð skilaboð,  leitar að samkomulagi en ekki að skiptingu og útilokun. Sameiginleg ábyrgð og virk samstaða ættu að koma í stað spennu og samkeppni.

Þessir tímar sem við lifum á eru áskorun fyrir okkur til að takast á við fyrir komandi kynslóðir.

 

Virðingafyllst,

Andrzej Duda

 

 

Gögn

Bréf Forseta Póllands til Forseta Íslands
List​_-​_Islandia.pdf 1.91MB
{"register":{"columns":[]}}