Við notum smákökur til að veita góða þjónustu.Með því að nota þessa síðu þú þarf að samþykkja að þær verða niðurhlaðnar á þína tölvu. Þú getur alltaf breytt þínar vafrastillingar.Einnig, með því að nota þess síðu þarf þú að samþykkja persónuverndarlög.
Back

Ráðstefna um Rómantík í Háskóla Íslands

04.11.2022

Þann 4. nóvember 2022 var haldin ráðstefna í Háskóla Íslands um Rómantík kölluð „So far, so close. Polish and Icelandic Romanticism” með þátttöku pólskra og íslenskra vísindamanna.

1

Prófessor Guðni Elísson og prófessor Sveinn Yngvi Egilsson fluttu fyrirlestra um íslenska rómantíska hugsun. Frú Krystyna Jaworska, prófessor í pólskum fræðum við háskólann í Turin (Ítalíu), talaði um það að bröttför yfir landamæri ríkisins, hafði áhrif á störf pólskra rómantíkara, sérstaklega Adam Mickiewicz. Fyrirlestur herra Jakub Pyda, doktorsnema við háskólann í Varsjá, fjallaði um hlutverk „goðsögnarinnar Norðurlands“ og skandinavískan innblástur í pólskum rómantískum verkum. Sameiginlegur þráður í pólskum og íslenskum rómantískum bókmenntum er sjálfstæðisþráin og mótun nútíma þjóðerniskenndar sem ómaði í öllum fyrirlestrum.

Unglingar frá Pólska Skólanum við Sendiráð Lýðveldisins Póllands í Reykjavík og Janusz Korczak Pólska Skólanum í Reykjavík lásu upp ljóð.

Ráðstefnan var skipulögð af Vigdísarstofnunni, Sendiráði Póllands í Reykjavík, Tungumálamiðstöðinni Háskóla Íslands og Rannsóknastofnunnni bókmennta og myndlistar.

{"register":{"columns":[]}}